Össur var stofnað á Íslandi árið 1971 og hefur um árabil verið leiðandi alþjóðlegt fyrirtæki á sviði stoð- og stuðningstækja. Árið 2024 var móðurfélagið Embla Medical hf. stofnað til að styðja við frekari vöxt félagsins enda hefur félagið haslað sér völl á fleiri sviðum heilbrigðistækninnar undanfarin ár. Vörumerkin Össur, College Park, FIOR & GENTZ og ForMotion tilheyra öll Emblu Medical. Sérstaðan er sem fyrr vörur og þjónusta við einstaklinga sem glíma við varanlega takmörkun á hreyfanleika. Fyrirtækjakaup hafa verið stór þáttur í þessari þróun og starfrækir félagið nú nokkur vörumerki, sem öll hafa mismunandi hlutverk.
Höfuðstöðvar Össurar eru að Grjóthálsi 1-5 í Reykjavík. Móttakan er opin kl. 8:30 - 16:00 alla virka daga. Stoðtækjaþjónusta Össurar er staðsett að Grjóthálsi 1-3 og er opnunartími frá kl. 8:30 - 16:00.
Nánari upplýsingar um Össur er að finna á alþjóðlegum vef Össurar, www.ossur.com/global
Embla Medical
Höfuðstöðvar Emblu Medical eru á Íslandi. Heildarfjöldi starfsfólks fyrirtækisins á heimsvísu er um 4.000, þar af eru um 700 sem starfa á Íslandi. Starfsstöðvar eru víða um heim sem sinna vaxandi markaði og er Embla Medical skráð í kauphöllinni í Kaupmannahöfn (EMBLA).
Össur Iceland ehf.
Kt. 671106-0670
Staðsetning
Grjótháls 5, 110 Reykjavík
VSK-númer
93946