Stoðtækjaþjónusta Össurar tekur upp nafnið ForMotion Stoðtækjaþjónusta Nánar

Hjálpargögn til Úkraínu

Össur
06-05-2022
News

80 kg af hjálpargögnum til Úkraínu

Alþingismaðurinn Birgir Þórarinsson lagði nýlega leið sína til Lviv í Úkraínu þar sem hann heimsótti herspítala í borginni. Birgir fór með 80 kg af hjálpargögnum sem hann safnaði frá íslenskum fyrirtækjum og munu nýtast á spítalanum.

Össur útvegaði ýmsar stuðningsvörur sem munu koma að góðum notum á sjúkrahúsinu. Að sögn Birgis gekk ferðin vel og mikil ánægja meðal viðstaddra með sendinguna.

Myndir: Össur og Birgir Þórarinsson