Framúrskarandi og Fyrirmyndarfyrirtæki 2024
Framúrskarandi Fyrirtæki 2024
Össur Iceland ehf. og móðurfélagið Embla Medical hf. eru í hópi þeirra 2% íslenskra fyrirtækja sem uppfylla ströng skilyrði greiningar Creditinfo á framúrskarandi fyrirtækjum árið 2024. Creditinfo hefur í fimmtán ár vottað Framúrskarandi fyrirtæki í íslensku atvinnulífi fyrir góðan og traustan rekstur. Við erum mjög stolt að ná þessum árangri að vera framúrskarandi fyrirtæki Creditinfo frá uppihafi.
Frekari upplýsingar um listann má finna hér.
Hvað gerir fyrirtæki framúrskarandi?
- Fyrirtækið er í lánshæfisflokki 1-3
- Ársreikningi skal skilað lögum samkvæmt eigi síðar en átta mánuðum eftir uppgjörsdag. Tekið verður tillit til allra opinberra framlenginga RSK á skilafresti
- Fyrirtækið er virkt skv. skilgreiningu Creditinfo
- Rekstrartekjur að lágmarki 60 milljónir króna reikningsárið 2023, 55 milljónir króna reikningsárið 2022 og 50 milljónir króna reikningsárið 2021
- Fyrirtæki með rekstrartekjur yfir 2 milljarða króna þurfa að fylla út spurningalista um sjálfbærni
- Framkvæmdarstjóri skráður í fyrirtækjaskrá RSK
- Rekstrarhagnaður (EBIT) > 0 reikningsárin 2021-2023
- Jákvæð ársniðurstaða reikningsárin 2021-2023
- Eiginfjárhlutfall a.m.k. 20% reikningsárin 2021-2023
- Eignir að minnsta kosti 120 milljónir króna reikningsárið 2023, 110 milljónir króna reikningsárið 2022 og 100 milljónir króna reikningsárið 2021
Fyrirmyndarfyrirtæki 2024
Össur Iceland ehf. og móðurfélagið Embla Medical hf. hafa verið valið Fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2024 samkvæmt úttekt Viðskiptablaðsins og Keldunnar. Fyrirtækin sem komust á listann í ár eru um 2,9% íslenskra fyrirtækja. Fyrirtæki þurfa að uppfylla ströng skilyrði um afkomu, eiginfjárhlutfall, tekjur og eignir og er það okkur heiður að vera á lista Viðskiptablaðsins og Keldunnar í ár.
Frekari upplýsingar um listann má finna hér.
Hvað þarf til að teljast til fyrirmyndar?
- Rekstrarárin 2023 og 2022 liggja til grundvallar en tekið er tillit
til rekstrarársins 2021. - Afkoma þarf að hafa verið jákvæð.
- Tekjur þurfa að hafa verið umfram 45 milljónir króna.
- Eignir þurfa að hafa verið umfram 80 milljónir króna.
- Eiginfjárhlutfall þarf að hafa verið umfram 20%.
- Aðrir þættir metnir af Viðskiptablaðinu og Keldunni. Til dæmis skil á ársreikningi og rekstrarform.