Ársskýrsla 2023 komin út
Össur hf. – Niðurstöður fyrir Q4 2023 og FY 2023
- Tekjur á fjórða ársfjórðungi 2023 námu 210 milljónum Bandaríkjadala (29,2 milljörðum íslenskra króna) sem samsvarar 9% innri vexti. Tekjur á árinu námu 786 milljónum Bandaríkjadala (109,1 milljörðum íslenskra króna) og innri vöxtur var 9%.
- Á fjórða ársfjórðungi var 9% innri vöxtur í sölu á stoðtækjum, 1% á spelkum og stuðningsvörum, og 12% í þjónustu við sjúklinga. Á árinu var innri vöxtur í sölu á stoðtækjum 13%, 3% á spelkum og stuðningsvörum, og 8% í þjónustu við sjúklinga.
- Hagnaður á fjórða ársfjórðungi jókst um 49% frá fyrra ári og nam 19 milljónum Bandaríkjadala (2,6 milljörðum íslenskra króna) eða 9% af veltu. Hagnaður á árinu jókst um 36% og nam 59 milljónum Bandaríkjadala (8,2 milljörðum íslenskra króna) eða 7% af veltu.
- Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) nam 37 milljónum Bandaríkjadala (5,2 milljörðum íslenskra króna) eða 18% af veltu á fjórða ársfjórðungi. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) á árinu nam 18% af veltu.
- Þann 16. janúar 2024, festi Össur kaup á þýska stoðtækifyrirtækinu FIOR & GENTZ.
- Þann 18. janúar 2024, gaf Medicare (sjúkratryggingar ríkisins í Bandaríkjunum) út tillögu sem felur í sér kerfisbreytingar sem munu koma til með að auka verulega aðgengi að hágæða stoðtækjum. Endanleg útfærsla og tímasetningar liggja enn ekki fyrir.
- Fjárhagsáætlun fyrir árið 2024 er 5-8% innri vöxtur og 19-20% EBITDA framlegð að teknu tillit til einskiptisliða.
„Við enduðum gott ár af miklum krafti þar sem tekjur á fjórða ársfjórðungi námu 210 milljónum Bandaríkjadala (29,2 milljörðum íslenskra króna) og innri vöxtur nam 9%. Söluvöxtur var heilt yfir sterkur en þó sérstaklega í sölu á stoðtækjum og þjónustu við sjúklinga. Innri vöxtur fyrir árið nam einnig 9% með góðu gengi á öllum tekjusviðum og markaðssvæðum. Í byrjun árs 2024 festum við kaup á þýska stoðtækjafyrirtækinu FIOR & GENTZ. Með kaupunum sækjum við inná nýjan markað sem mætir þörfum sjúklinga með skerta hreyfigetu sökum tauga- og vöðvasjúkdóma. Kaupin falla afar vel að vaxtarstefnu okkar og þeirri áherslu að bjóða heildarlausnir fyrir fleiri einstaklinga. Það er mér sönn ánægja að bjóða teymi FIOR & GENTZ velkomið til Össurar og við hlökkum til að vinna saman í þágu viðskiptavina okkar og sjúklinga um allan heim.“
Sveinn Sölvason, forstjóri Össurar