Ferilskráin er einn mikilvægasti þátturinn þegar sótt er um starf. Hafa ber í huga að vanda vel umsóknina því vel framsettar upplýsingar og ítarlega útfylltir reitir um fyrri störf og menntun auka líkur á að umsóknin standist samanburð við aðrar umsóknir og skili sér í leitarmöguleikum í umsóknarkerfinu. Gott er að láta fylgja með umsókninni ferilskrá á sér blaði og fylgibréf þar sem fram kemur ástæða umsóknar.
Umsóknarkerfið okkar heitir Workday og er alþjóðlegt mannauðskerfi. Kerfið er á ensku. Allir reitir í kerfinu sem eru merktir með stjörnu eru reitir sem þarf að fylla út í. Í einhverjum tilfellum eru fleiri reitir sem við óskum eftir að séu einnig útfylltir.
Í kerfinu getur þú valið að sækja um með því að fylla út í umsóknareyðublað eða með því að hlaða inn upplýsingum frá LinkedIn.
Þegar umsóknin hefur verið send fær umsækjandi senda tilkynningu með tölvupósti um að umsókn hafi borist. Umsóknir eru geymdar í sex mánuði. Farið er með umsóknir sem trúnaðarmál.
Mannauðsdeild Emblu Medical og Össurar kappkostar við að veita núverandi og verðandi starfsmönnum framúrskarandi þjónustu. Mannauðsdeildin er staðsett í aðalstöðvum okkar að Grjóthálsi 5. Ef þú lendir í vandræðum með að fylla út umsóknina er hægt að nota formið Almenn fyrirspurn (hér). Einnig er hægt að hafa samband í síma 515-1300.
Starfsumsóknir skulu sendar í gegnum umsóknarkerfi fyrirtækisins: Workday